fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Margrét Lára: „Þetta er mesta lygasaga sem skrifuð hefur verið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. mars 2021 09:09

Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Fulham en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool. Anfield hefur oftar en ekki reynst Liverpool vel. Völlurinn hefur verið algjört virki og erfitt fyrir andstæðinga Liverpool að ná sigri þar. Raunin hefur hins vegar verið önnur upp á síðkastið.

Tapið í dag gegn Fulham var sjötta tap Liverpool í röð á Anfield. Þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 1953-54 sem Liverpool tapar sex leikjum í röð á heimavelli. Liverpool er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 43 stig.

Hrun Liverpool var til umræðu á Vellinum hjá Símanum í gær og þar hafði Bjarni Þór Viðarsson, þetta að segja. „Þetta er ráðgáta, þegar lið lendir í svona er ekkert auðvelt að koma sér út úr þessu. Þú tapar fullt af leikjum, allt í gangi í fyrra en síðan dettur þú niður. Þú sekkur dýpra og dýpra, Klopp virðist hugmyndalaus á bekknum. Sjálfstraustið er í molum,“ sagði Bjarni Þór um stöðu mála hjá Liverpool en Morgunblaðið birtir klippuna frá Símanum.

Margrét Lára Viðarsdóttir segir að gengi Liverpool sé ein mesta lygasaga sem skrifuð hefur veirð.

„Þetta er mesta lygasaga sem skrifuð hefur verið, hvernig getur orðið svona viðsnúningur? Þetta er það fallega við þennan leik okkar að allt getur gerst. Maður hefði aldrei trúað þessu, liðin eru hætt að vera hrædd við Liverpool,“ sagði Margrét á Vellinum hjá Símanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við