fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir ekkert vandamál vera til staðar eftir rifrildi í vikunni – „Þið heyrið þetta bara núna“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 10:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire fyrirliði Manchester United segir enginn leiðindi vera á milli sín og Marcus Rashford eftir snarpt rifrildi þeirra í vikunni.

Þeir félagar létu hvorn annan heyra það í markalausu jafntefli gegn Crystal Palace, hlutir sem aldrei heyrðust áður innan vallar heyrast nú vegna þess að engir áhorfendur eru á vellinum. „Þið heyrið þetta bara núna af því að vellirnir eru tómir,“ sagði Harry Maguire um málið.

Rashford átti verulega slakan leik og í síðari hálfleik var hann rangstæður, klaufalegt og Maguire var brjálaður. „Hvað viltu að ég geri?,“ öskraði Rashford á Maguire sem hafði verið að lesa yfir honum fyrir að vera ekki kominn upp í línu.

Maguire var fljótur til svars. „Drullast til að koma þér úr rangstöðunni,“ sagði fyrirliðinn.

Það var þá sem að Rashford fékk nóg og sturlaðist. „Haltu kjafti, helvítis typpahaus,“ öskraði Rashford til baka á fyrirliða sinn en þeir erfa ekki svona hluti.

„Við erum alltaf að öskra á hvorn annan í leikjum, ég ber virðingu fyrir Marcus og hann fyrir mér. Við ræddum málið ekkert eftir leik, því svona atvik gerast á hverri æfingu og í hverjum leik.“

„Marcus vill það besta fyrir félagið og það vil ég líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag