fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Reiður íslenskur landsliðsmaður vekur athygli á samfélagsmiðlum – „Skítur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 08:47

Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Mikael Neville Anderson stendur í stappi í Danmörku. Hann hefur lítið fengið að spila á þessu ári með Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Mikael var settur út úr hóp félagsins á dögunum eftir að hafa slegist við liðsfélaga sinn á æfingu. Mikael var ónotaður varamaður í tapi liðsins gegn Lyngby í gær.

Hann var fljótur að henda sér á Twitter og virtist nokkuð pirraður. „Skítur, en virðing á Lyngby. Það var gaman að sjá sóknarbolta þeirra við erfiðar aðstæður. Við reynum aftur á sunnudag,“ sagði Mikael á Twitter eftir að hafa setið 90 mínútur á tréverkinu.

Þetta er ekki fyrsta færsla hans sem vekur athygli en hann hefur verið að senda út pillur á forráðamenn félagsins í gengum Twitter.

Mikael var lengi vel í stóru hlutverki hjá Midtjylland en hefur dottið aftur í goggunarröðinni og hefur látið vita af óánægju sinni í gegnum samfélagsmiðla.

Íslenski landsliðsmaðurinn vill ólmur losna frá félaginu samkvæmt fréttum í Danmörku. Á síðasta ári hafnaði Mikael því að mæta í leik með U21 árs landsliði Íslands en áður hafði hann verið í A-landsliðinu. Þá var þjálfari U21 árs liðsins Arnar Þór Viðarsson sem nú er A-landsliðsþjálfari.

Á síðustu vikum hefur Mikael fengið viðurnefnið Iron Mike en það á uppruna sinn í hlaðvarpsþáttinn Dr. Football. Þátturinn er gíðarlega vinsæll en Mikael virðist hluta á þáttinn miðað við færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag