fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Werner óþekkjanlegur innan vallar – „Þetta hefur ekki gerst áður á mínum ferli“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 18:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timo Werner, framherji Chelsea, hefur ekki staðið undir væntingum eftir að hafa gengið til liðs við Chelsea frá þýska liðinu RB Leipzig fyrir tímabilið.

Werner viðurkennir sjálfur að hafa ekki verið upp á sitt besta en heitir því að knattspyrnuáhugamenn eigi eftir að sjá hann upp á sitt besta í framtíðinni.

Framherjinn knái er þekktur fyrir markaskorun og gekk til liðs við Chelsea á rúmlega 53 milljónir punda. Markaskórnir brugðust honum þó en hann fór í gegnum 14 úrvalsdeildarleiki án þess að skora, frá nóvember- til febrúarmánaðar.

„Þetta var erfitt fyrir mig því ég vill hjálpa liðinu. Ég vil skora, það er í mínu eðli, ég er framherji,“ sagði Timo Werner í viðtali hjá Football Focus.

Werner mun án efa gera tilraun til þess að komast á blað gegn Liverpool þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hefur aðeins skorað 5 mörk í 25 leikjum með Chelsea á tímabilinu.

„Þetta hefur ekki gerst áður á mínum ferli. Maður getur alltaf lært af slæmu tímabilinum. Ég lærði að treysta á sjálfan mig, gefa allt sem ég á innan vallar og að hugsa ekki eingöngu um að skora, heldur hjálpa liðinu,“ sagði Timo Werner, framherji Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans