fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Engan bilbug á Davíð að finna – „Við vissum það fyrir að þetta væri staða sem gæti komið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 10:03

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engan bilbug að finna á Davíð Snorra Jónassyni þjálfara U21 árs landsliðsins þrátt fyrir að lið hans sé í brekku á lokamóti EM. Íslenska liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Frökkum á morgun.

Vinni íslenska liðið stóran og góðan sigur á Frökkum gæti liðið komist áfram með hagstæðum úrslitum í leik Rússlands og Danmerkur.

„Ísak Óli er meiddur en Róbert Orri er klár. Róbert fékk smá hita og sýkingu en það var á morgni leikdags gegn Dönum, hann er orðinn góður,“ sagði Davíð Snorri á fréttamannafundi í dag.

Jón Dagur Þorsteinsson fyrirliði liðsins var einn af fjórum leikmönnum liðsins sem fóru yfir til A-landsliðsins í gær en ekki hefur verið ákveðið hver ber bandið á morgun. „Við eigum eftir að klára það þegar við höfum púslað saman endanlegu byrjunarliði.“

„Það hafa verið breytingar á hópnum, við æfum af krafti í dag og nýtum daginn vel.“

Davíð segir að það hafi verið vitað að A-landsliðið gæti kallað í menn úr hópnum. „Við vissum það fyrir að þetta væri staða sem gæti komið, þetta eru ekki óvænt skilaboð. Þetta er staðan sem við vissum að við gætum lent í, við erum að hugsa um það að það er leikur á morgun.“

„Við getum ekki kallað leikmenn inn að svo stöddu. Það þarf að gerast fyrir fyrsta leik.“

Davíð horfir í það að íslenska liðið geti unnið sterkt lið Frakka á morgun. „Við erum enn í möguleika og það má ekki gleyma því, við erum með lið á stórmóti. Það hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt