fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Óvænt skref Tryggva á Blönduós vekur athygli – „Þetta er sprengjusvæði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kormákur/Hvöt hefur ráðið Tryggva Guðmundsson markahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi til starfa . Hann skrifaði undir samning sinn í vikunni. Tryggva þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann átti afar farsælan feril hér á landi með ÍBV, KR og FH. Hann náði góðum árangri erlendis og spilaði fjölda landsleikja.

Tryggvi hefur ágætis reynslu af þjálfun en hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV og stýrði svo Vængjum Júpíters í 3 deild karla.

„Líklega besti leikmaður efstu deildar, einstakur leikmaður,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar málið var rætt í Dr. Football hlaðvarpsþættinum í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson segir að Tryggvi hafi ýmislegt hafa fram að færa í þjálfun. „Mér fannst hann virka fínn þjálfari hjá Vængjum Júpíters, það var ástríða í honum. Hann var næstum því farinn upp.“

Kristján Óli Sigurðsson var í þættinum en hann var áður þjálfari Hvatar sem nú er í samstarfi við Kormák.

„Ég þekki það ekki nógu vel hvernig þjálfari hann er, þetta er jarðsprengjusvæði. Þetta er 4 deild, fimmta efsta deild. Ég var þarna þá vorum við í annari deild, þá náðist besti árangri félagsins frá uppafi. Ég kom liðinu í form, ef stjórinn er í formi þá geta hinir ekki verið í neinu bulli. Þetta voru bara aurarnir,“ sagði Kristján sem var rekinn frá Hvöt sumarið 2008.

„Vonandi stendur hann sig vel,“ sagði Kristján um innkomu Tryggva á Blönduós, hans heimabæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp