fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City hafði betur gegn Gladbach – Real Madrid lenti í vandræðum með Atalanta

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 21:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City vann góðan sigur á Borussia Mönchengladback á meðan að Real Madrid hafði betur gegn Atalanta.

Borussia Mönchengladbach og Manchester City mættust á Puskas Arena í Ungverjalandi. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Manchester City.

Bernardo Silva kom Manchester City yfir með marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og það var síðan Gabriel Jesus sem innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva.

Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.

Atalanta tók þá á móti Real Madrid í Bergamo á Ítalíu. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Real Madrid.

Atalanta lék bróðurpart leiksins einum manni færri eftir að Remo Freuler, leikmaður liðsins, var rekinn af velli.

Sigurmark leiksins kom á 86. mínútu en það skoraði Ferland Mendy eftir stoðsendingu frá Luka Modric.

Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.

Borussia Mönchengladbach 0 – 2 Manchester City 
0-1 Bernardo Silva (’29)
0-2 Gabriel Jesus (’65)

Atalanta 0 – 1 Real Madrid
0-1 Ferland Mendy (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United