fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City hafði betur gegn Gladbach – Real Madrid lenti í vandræðum með Atalanta

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 21:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City vann góðan sigur á Borussia Mönchengladback á meðan að Real Madrid hafði betur gegn Atalanta.

Borussia Mönchengladbach og Manchester City mættust á Puskas Arena í Ungverjalandi. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Manchester City.

Bernardo Silva kom Manchester City yfir með marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og það var síðan Gabriel Jesus sem innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva.

Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.

Atalanta tók þá á móti Real Madrid í Bergamo á Ítalíu. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Real Madrid.

Atalanta lék bróðurpart leiksins einum manni færri eftir að Remo Freuler, leikmaður liðsins, var rekinn af velli.

Sigurmark leiksins kom á 86. mínútu en það skoraði Ferland Mendy eftir stoðsendingu frá Luka Modric.

Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.

Borussia Mönchengladbach 0 – 2 Manchester City 
0-1 Bernardo Silva (’29)
0-2 Gabriel Jesus (’65)

Atalanta 0 – 1 Real Madrid
0-1 Ferland Mendy (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Í gær

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið