fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Tileinkaði mark sitt Ronaldinho og fjölskyldu en móðir hans lést á dögunum eftir baráttu við Covid-19

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 20:30

/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Leeds en leikið var á Elland Road, heimavelli liðsins.

Það var hinn brasilíski Raphinha sem innsiglaði 3-0 sigur Leeds með marki á 84. mínútu. Hann fagnaði með því að tileinka mark sitt samlanda sínum Ronaldinho og fjölskyldu hans. Móðir Ronaldinho lést á dögunum eftir erfiða baráttu við Covid-19 sjúkdóminn.

Raphinha, hefur áður lýst því yfir í viðtölum að Ronaldinho hafi verið átrúnaðargoð sitt þegar hann var að alast upp.

„Sendi styrk til Asis Moreira fjölskyldunnar. Hvíl í friði Dona Miguelina,“ stóð á bol sem Raphinha klæddist innanundir treyju sinni og sýndi er hann hafði skorað. Hann fagnaði síðan eins og Ronaldinho var vanur að gera.

GettyImages

Dona Miguelina, móðir Ronaldinho, hafði háð erfiða baráttu við Covid-19 sjúkdóminn. Hún hafði verið lögð inn á Mae de Deus spítalann í Porto Alegre í desember og náði sér ekki eftir að hafa greinst með veiruna. .

Ronaldinho er einn dáðasti knattspyrnumaður í sögu Barcelona og lék einnig með liðum á borð við AC Milan, PSG og Atletico Mineiro í heimalandi sínu Brasilíu. Félagið sendi Ronaldinho hjartnæma samúðarkveðju á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Samúðarkveðjum hefur rignt yfir Ronaldinho en ein af þeim kom frá Lionel Messi. „Ronnie, ég get ekkert sagt. Ég trúi þessu ekki, sendi styrk og stórt faðmlag á þig og alla fjölskylduna. Hvíldu í friði,“ skrifaði Messi til Ronaldinho

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni