fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hörmuleg tölfræði De Gea – Sagður eitt stærsta vandamál félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð umræða hefur verið um frammistöðu David De Gea, markvarðar Manchester United á þessu tímabili. Spænski markvörðurinn virðist vera talsvert frá sínu besta og hefur lekið inn mörkum.

Þannig hefur De Gea fengið á sig mark úr fimm af síðustu átta skotum sem hann hefur fengið á sig í vítateig Manchester United.

Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United telur að De Gea sé eitt af stóru vandamálum félagsins.

De Gea á í hættu á að missa sæti sitt í byrjunarliði United en Dean Henderson varamarkvörður liðsins setur pressu á hann.

Markvörðurinn er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 375 þúsund pund á viku, hann hefur haldið hreinu í átt af 25 deildarleikjum tímabilsins. Fjögur af þeim hreinu lökum hafa komið í marklausum jafnteflum gegn stærri liðum deildarinnar.

„David er svo orkulaus, þetta er orðið verulegt vandamál,“ sagði Paul Scholes eftir 3-1 sigur á Newcastle um helgina.

„Það er vandamál þegar David fer ekki út í hornum eins og gegn Newcastle, gæti hann ekki gripið boltann? Hann slær boltann á mjög slæman stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso