fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Ætla að hleypa þúsundum áhorfenda á knattspyrnuleiki fyrir lok tímabilsins

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 18:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði það í dag að allt að 10.000 áhorfendur verða leyfðir á íþróttaviðburðum í Bretlandi frá 17. maí næstkomandi.

Það hversu mörgum áhorfendum verður hleypt á íþróttaviðburði fer eftir stærð vallarins en þeir leikvangar sem taka fleiri en 16.000 manns í sæti geta tekið á móti 10.000 áhorfendum.

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur séð til þess að lítið sem ekkert hefur verið af áhorfendum á kappleikjum í Bretlandi undanfarið ár en nú miða áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar að áhorfendur verði leyfðir á kappleikjum, til að mynda í ensku úrvalsdeildinni.

Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi en áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar fela í sér fjögur skref afléttinga á samkomutakmörkunum og sóttvarnaraðgerðum.

Gangi þessar áætlanir eftir gætu lið í ensku úrvalsdeildinni tekið á móti allt að 10.000 áhorfendum á leiki í síðustu umferð deildarinnar og þetta opnar einnig fyrir möguleika á áhorfendum á þeim leikjum Evrópumóts landsliða sem leiknir verða í Englandi næsta sumar.

Þessar áætlanir eru að sjálfsögðu háðar því hvernig Bretum tekst að halda Covid-19 veirunni í skefjum og því þarf að bíða og sjá hvort þær geti gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu