fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Segir Aubameyang kominn af sínu besta skeiði – „Hann hefur tapað ofurkröftunum sínum“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:00

Pierre-Emerick Aubameyang. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester City en leikið var á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium.

Jamie Redknapp, sérfræðingur SkySport segir gæðamuninn á milli liðanna tveggja einfaldlega vera of mikinn. Manchester City sé með mun betri leikmannahóp og hafi fjárfest betur á félagsskiptamarkaðnum.

Þá er hann á því að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði og framherji Arsenal sé ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var upp á sitt besta.

„Hann er kominn af sínu besta skeiði, hann mun eiga sínar stundir, sínar þrennur en hann hefur tapað ofurkröftunum. Ég sá hann hlaupa fram hjá leikmönnum þegar hann kom fyrst í ensku úrvalsdeildina en núna sé ég leikmann sem verður strítt í hverjum einasta leik,“ sagði Redknapp í útsendingu á SkySports eftir leik Arsenal og Manchester City.

Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik dagsins. Þar situr liðið með 34 stig eftir 25 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa