fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Þetta ætlar Geir Þorsteinsson að gera ef hann verður kosinn formaður um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ og framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍA sækist eftir því að verða formaður ÍTF. Hann hafði legið undir feld en ákvað að bjóða sig fram. Kosið verður um helgina

ÍTF eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, auk 1 deildar karla og kvenna.

Tæp tvö ár eru síðan að Geir reyndi að komast aftur í stól formanns KSÍ en þá var enginn eftirspurn eftir starfskröftum hans innan hreyfingarinnar, tapaði hann með miklum mun gegn Guðna Bergssyni, sitjandi formanni. Verði Geir kosinn formaður ÍTF fær hann sæti í stjórn KSÍ í gegnum það.

Geir hefur sent erindi á félögin þar sem hann sækist eftir formennsku. Samkvæmt heimildum er Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks einnig í framboði en ekkert hefur komið fram frá ÍTF um málið. Einnig verður kosið í stjórn ÍTF.

ÍTF er að fara að selja sjónvarpsrétt af deildunum í fyrsta sinn og telur Geir að þekking sín á því sviði sé mikilvæg fyrir samtökin.

Bréf Geirs til aðildarfélaga ÍTF:
Framboð til formanns ÍTF
Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna.

Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slit ið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst:

· Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni.
· Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi.
· Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum.
· Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða.
· Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna.
· Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar.
· Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF.
· Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF.

Ég skil þörfin á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök.
Með kveðju,
Geir Þorsteinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík