fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Oliver snýr aftur heim og styrkir Skagamenn – Er að jafna sig eftir sjaldgæfan blóðtappa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 11:24

Oliver í leik með Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Stefánsson 19 ára varnarmaður Norrköping er á leið á láni til ÍA. Kristján Óli Sigurðsson sagði fyrst frá þessu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.

Oliver ólst upp hjá ÍA en var árið 2019 seldur til Norrköping þar sem hann hefur verið síðan. Oliver hefur verið virkilega óheppin með meiðsli í gegnum tíðina.

Þá hefur hann verið frá undanfarna mánuði eftir að blóðtappi fannst í öxl hans. Faðir hans er Stefán Þórðarson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og móðir hans, Magnea Guðlaugsdóttir er fyrrverandi landsliðskona og núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA.

„Það er mjög líklegt, hann er að koma til baka og byrja að æfa með okkur eftir áramót,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA í samtali við 433.is í dag og staðfesti þar með fréttir Kristjáns úr Þungavigtinni.

Oliver er samkvæmt Jóhannesi á fínni leið í endurkomu sinni og Skagamenn ætla að aðstoða hann á þeirri vegferð. „Við ætlum að hjálpa honum að koma sér í stand, hann er á ágætis leið. VIð ætlum að reyna að hjálpa honum í gang, þetta snýst um það að geta hjálpað honum að komast í stand til að spila fótbolta.“

Skagamenn ætla að styrkja lið sitt meira og skoða markaðinn. „Við ætlium að styrkja okkur og sækja 2-3 öfluga leikmenn,“ sagði Jóhannes um stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli