Everton tók á móti Liverpool í alvöru nágrannaslag í enska boltanum í gær. Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og sáu leikmenn Everton ekki til sólar fyrstu tuttugu mínúturnar. Jordan Henderson kom Liverpool yfir á 9. mínútu og Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar.
Eftir annað markið var meira jafnræði á milli liðanna og minnkaði Demaral Gray muninn. Gestirnir komu ákveðnir í seinni hálfleikinn og skoraði Salah þriðja markið eftir frábæran sprett og Diogo Jota skoraði það fjórða með frábæru skoti.
Eftir leik fór Salah í viðtal og var spurður um niðurstöðuna í vali France Football á besta leikmanni heims. Salah hefur átt magnað ár en endaði í sjöunda sæti þegar Gullknötturinn var afhentur.
Hann var spurður um málið að leik loknum og viðbrögð hans voru kostuleg, hann fór að hlæja og sagðist ekkert vilja segja.
Viðbrögðin má sjá hér að neðan.
Mo Salah asked after the game last night about coming 7th in the Ballon d’Or?
He laughs, shakes his head and says no comment.
— Mimi Fawaz (@MimosaFawaz) December 2, 2021