Valur er að ganga frá kaupum á Orra Hrafni Kjartanssyni miðjumanni Fylkis. Frá þessu var greint í nýjasta Dr. Football hlaðvarpsþættinum.
Orri Hrafn er 19 ára gamall en hann var áður á mála hjá Heerenveen í Hollandi. Um er að ræða öflugan miðjumann sem Valur hefur verið að eltast við.
Albert Brynjar Ingason leikmaður Fylkis var gestur í þættinum og sagði frá því að allt væri klappað og klárt. Búist er við að Orri verði kynntur sem leikmaður Vals í dag.
Albert sagði að Orri yrði dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið á milli liða á Íslandi, talað var um að kaupverðið væri um og yfir 6 milljónir króna.
Valur hefur styrkt lið sitt í vetur en félagið hefur fengið Guy Smit, Heiðar Ægissson og Aron Jóhannsson.