fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Er það happafengur fyrir Eið Smára að losna úr Laugardalnum? – „Þessir krakkar koma heim og segja mömmu allt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ekki gott fyrir Eið að vera laus úr þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem lét formlega af störfum hjá KSÍ í gær.

Eftir að málefni Eiðs rötuðu á borð stjórnar komst KSÍ að samkomulagi við Eið um að hann myndi láta af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

Eiður hætti þjálfun FH til að aðstoða Arnar Þór Viðarsson hjá landsliðinu. „Ég vona að hann komi aftur í efstu deild á Íslandi, auðvitað þarf hann eitthvað að skoða sín mál. Vonandi fyrir boltann á íslandi kemur hann aftur,“ sagði Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals.

Hjörvar Hafliðason.

„Það fór ofboðslega gott orð af honum í FH,“ sagði Jóhann.

Albert Brynjar Ingason var einnig gestur í þættinum og honum blöskrar hvernig allt sem gerðist í Norður-Makedóníu lekur til fjölmiðla. „Annað sem ég er mjög ósáttur með, hvernig er liðsheildin í þessu landsliði? Hvernig getur allt lekið út sem gerðist.“

Hjörvar svaraði Alberti og sagði. „Eru það ekki breyttir tímar, þessir krakkar koma heim og segja mömmu allt,“ sagði Hjörvar.

Jóhann sagði það einnig alvarlegt hvernig allt frá stjórn KSÍ ratar út. „Mér finnst stjórn KSÍ, það virðist ekki verið hægt að halda stjórnarfund KSÍ nema að allt leki út. Það er mjög sérstakt, ef ég væri stjórnarmaður KSÍ þá myndi ég sitja á skoðunum mínum. Þú virðist tala fyrir opnum tjöldum, þetta er mjög sérstakt og ófagmannlegt.“

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Albert Brynjar segir að Arnar Þór Viðarsson hafi augljóslega viljað slíta samstarfinu. „Það var klárt að Arnar, þeirra samstarf var ekki að ganga. EF hann hefði verið ánægður með þeirr samband og viljað vinna áfram með honum, þá hefði hann séð til þess að þetta færi ekki svona út.“

Hjörvar segir málið ekki svo einfallt. „Arnar hefur verið mjög duglegur að bakka hann upp, hann hefur reynst honum vel. Kannski var þreyta í þessu þjálfarasambandi, þeir hafa þekkst frá Tommamótinu frá 1988,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Í gær

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford