Antonio Conte telur Harry Kane ennþá vera einn besta framherji í heimi þrátt fyrir vondar frammistöður á þessu tímabili.
Kane vann gullskóinn á síðasta tímabili þegar hann skoraði 23 mörk en hann hefur aðeins skorað eitt mark á þessu tímabili í 14 leikjum.
„Harry er heimsklassa framherji. Á hverjum degi þegar ég þjálfa hann sé ég það,“ sagði Conte á blaðamannafundi.
„Hann er einn sá besti. Hann er ótrúlegur. Ég elska að hafa hann í mínu liði. Klopp elskar pottþétt að hafa Salah en ég elska að hafa Harry.“
„Ef þú ert með Harry Kane í þínu liði þá ertu sterkari fyrir vikið.“
Tottenham mætir Liverpool á morgun í ensku úrvalsdeildinni.