fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Landsliðið þarf þjálfara með Arnari og margir vilja Heimi Hallgrímsson aftur – ,,Veit ekkert hvort að hann hafi einhvern áhuga á því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 11. desember 2021 21:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vantar aðstoðarþjálfara til að styðja við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara. KSÍ nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen sem gegndi stöðunni.

Arnar Þór hefur sagst vilja Íslending til að gegna stöðunni. Erfitt er að sjá sem stendur hver það ætti að vera.

Málið var til umræðu í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gær. Þar stýrir Benedikt Bóas Hinriksson þættinum og er með Hörð Snævar Jónsson sem sérfræðing. Í hverri viku kemur svo gestur í settið. Í þetta sinn var það Hjörvar Hafliðason.

,,Það myndi fara ákaflega illa í félögin ef KSÍ myndi taka starfandi þjálfara af liði. Ég sé ekkert að því að starfandi þjálfari sé þjálfari inni í KSÍ. Ég sé ekkert að því að starfandi markmannsþjálfari vinni með sambandinu,“ sagði Hjörvar.

Hann hélt áfram: ,,Landsliðsþjálfarastarf er hlutastarf, sérstaklega aðstoðarþjálfari.“

video
play-sharp-fill

Hjörvar vill sjá KSÍ taka upp tólið og heyra í Heimi Hallgrímssyni með það í huga að fá hann til að þjálfa íslenska landsliðið ásamt Arnari. Heimir var þjálfari þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018.

,,Ég hef lesið greinar eftir Hörð þar sem hann hefur talað um að við ættum að reyna að fá Heimi Hallgrímsson aftur og að þessi tveir menn (Arnar Þór og Heimir) stjórni. Mér finnst það ágætis hugmynd en ég veit reyndar ekkert hvort að Heimir hafi einhvern áhuga á því. Það má allavega hringja í hann.“

,,Mér finnst svolítið einkennilegt að vera að einskorða þetta við Ísland svona fljótt,“ sagði Hörður Snævar að lokum.

Þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture