Gabriel ein af stjörnum Arsenal í enska boltanum á þessu ári varð fyrir árás á heimili sínu í ágúst. Þrír vopnaðir þjófar höfðu þá fylgt honum eftir að heimili sínu.
Þegar að heimili Gabriel var komið hlupu mennirnir inn í bílskúrinn þar sem hann lagði bíl sínum. Voru þeir vopnaðir kylfum.
Þjófarnir fóru fram á það að Gabriel léti þá fá lyklana af Benz bifreiðinni, símann sinn og úrið.
Ótrúlegar myndir af atvikinu sína hvernig Abderaham Muse er með hafnaboltakylfu að ógna Gabriel. Gabriel kýldi hann svo og tók í hann. Við það flúðu ræningjarnir af vettvangi en með úrið sem Gabriel hafði látið af hendi.
Hatturinn sem Abderaham Muse var með á hausnum datt hins vegar af. Það notaði lögregla til að fá DNA úr Muse og var hann í vikunni dæmdur í fimm ára fangelsi.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Footage of Gabriel Magalhaes fighting off two robbers who tried to steal his car 💪 pic.twitter.com/q4GEsglqsF
— BirdieFootball (@birdiefootball) December 1, 2021