fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Guðni með yfirlýsingu – „Þar hefði ég getað gert betur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, en nefndin telur Guðna ekki hafa brugðist rétt við er hann ræddi um kynferðisbrotamál innan hreyfingarinnar við fjölmiðla.

Sjá einnig: Nefnd um mál KSÍ skilar skýrslu – Starfsmaður KSÍ lét Guðna vita af kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur

Guðni segir þarna hafa getað gert betur og segir um það í yfirlýsingu sinni:

„Þessi mál eru alltaf erfið og ég sem formaður KSÍ bar ábyrgð á viðbrögðum sambandsins í þessum málum og miðlun upplýsinga um þau til fjölmiðla og almennings. Þar hefði ég getað gert betur. Ég einblíndi um of á formið og trúnað við málsaðila. Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vitundar að finna þeim réttan farveg. Annað var leyst með sátt á milli málsaðilanna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í farveg hjá lögreglu.“

Guðni segir mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin bregðist við af festu við kynferðisbrotum innan hreyfingarinnar í framtíðinni en yfirlýsingin er eftirfarandi í heild sinni:

„Skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ er nú komin út. Þau mál sem þar eru tekin fyrir hafa reynt á knattspyrnuhreyfinguna og alla viðkomandi. Við viljum öll berjast gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, og ekki síst kynferðis- og kynbundnu ofbeldi.

Þessi mál eru alltaf erfið og ég sem formaður KSÍ bar ábyrgð á viðbrögðum sambandsins í þessum málum og miðlun upplýsinga um þau til fjölmiðla og
almennings. Þar hefði ég getað gert betur. Ég einblíndi um of á formið og trúnað við málsaðila. Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar  vitundar að finna þeim réttan farveg. Annað var leyst með sátt á milli málsaðilanna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í farveg hjá lögreglu.

Sem samfélag erum við að stíga erfið en mikilvæg skref í samtalinu um kynferðisbrot og hvernig við tökumst á við þau. Verkefnið framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyrirbyggjum kynferðisofbeldi, og að brugðist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af festu.

Að lokum vil ég segja þetta: Við getum verið stolt af því starfi sem unnið er í knattspyrnuhreyfingunni. Á sama tíma og við erum ávallt gagnrýnin á okkar starf innan
vallar sem utan þá er líka mikilvægt að tileinka sér jákvæðni og bjartsýni sem drífur okkur áfram til betri árangurs og í þessu samhengi til betra samfélags.

Ég mun ekki tjá mig frekar um skýrslu úttektarnefndarinnar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Í gær

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga
433Sport
Í gær

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta
433Sport
Í gær

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“