fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Rangnick getur eytt 100 milljónum punda – Fimm leikmenn sem hann gæti fengið

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 20:15

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Mirror mun Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, fá 100 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í janúarglugganum.

Blaðið tók saman fimm leikmenn sem Þjóðverjinn gæti fengið til sín.

Amadou Haidara

Hefur verið frábær á miðjunni í Bundesligunni, stöðu sem Man Utd þarf að styrkja. Man Utd hefur ekki tekist að fá Declan Rice eða Eduardo Camavinga til félagsins og gæti Haidara þá verið kostur.

Erling Braut Haaland

Norski framherjinn gæti verið á blaði hjá Man Utd þó svo að það verði að teljast líklegt að hann fari ekki fyrr en næsta sumar sökum klásúlu í samningi hans hja Dortmund. Haaland getur farið á um 63 milljónir punda frá Dortmund næsta sumar.

Man Utd hefur lengi haft augastað á Haaland en vonast til að koma Rangnick hjálpi þeim við að fá hann.

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Christopher Nkunku

Vængmaðurinn hefur verið frábær með RB Leipzig eftir að hafa komið þaðan frá Paris Saint-Germain. Hann hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu en sambönd Rangnick við sitt fyrrum félag, Leipzig, gætu hjálpað.

Timo Werner

GettyImages

Sögusagnir eru um að Rangnick vilji vinna aftur með þessum framherja Chelsea eftir tíma þeirra saman hjá Leipzig.

Werner var frábær í Þýskalandi en hefur ekki fundið sitt besta form með Chelsea. Rangnick gæti boðið honum leið út.

Konrad Laimer

Miðjumaðurinn og Rangnick unnu vel saman hjá Leipzig og vegna vandræða Man Utd á miðjunni gæti þýski stjórinn notað krafta hins 24 ára gamla Laimer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga