fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Enski boltinn: West Ham hafði betur gegn Chelsea eftir ótrúlegt sigurmark

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham tók á móti Chelsea í fjörugum leik á London Stadium. Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með þrátt fyrir að Chelsea var meira í boltann. Thiago Silva braut ísinn á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Mount. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 40. mínútu og Manuel Lanzini skoraði örugglega úr henni og jafnaði metin. Mason Mount kórónaði góðan fyrri hálfleik hjá sér með því að koma Chelsea aftur yfir með frábæru marki undir lok fyrir hálfleiks.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleiksinn af krafti og uppskáru á 56. mínútu er Jarrod Bowen jafnaði metin. Þegar allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli skoruðu heimamenn ansi fyndið mark. Arthur Masuaku ætlaði að senda boltann fyrir en boltinn tók aðra stefnu og endaði beint í markinu þar sem Mendy var alltof lengi að átta sig.

Chelsea er enn í toppsæti deildarinar með 33 stig en bæði Liverpool og Manchester City geta komist yfir liðið sigri þau sína leiki. West Ham styrkir stöðu sína í 4. sæti með 27 stig.

West Ham 3 – 2 Chelsea
0-1 Thiago Silva (´29)
1-1 Manuel Lanzini (´40)
1-2 Mason Mount (´44)
2-2 Jarrod Bowen (´56)
3-2 Arthur Masuaku (´87)

Enski boltinn á 433 er í boði
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Huddersfield í úrslit umspilsins

Huddersfield í úrslit umspilsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Byrjunarliðin í stórleiknum – Pablo Punyed og Ísak Snær byrja

Besta deildin: Byrjunarliðin í stórleiknum – Pablo Punyed og Ísak Snær byrja
433Sport
Í gær

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn