fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ragnick líklegast ekki á hliðarlínunni gegn Arsenal á fimmtudaginn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 10:35

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegast þykir að Michael Carrick muni stýra Manchester United í heimaleik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn.

Ralf Ragnick var í gær staðfestur sem bráðabirgðastjóri Manchester United út yfirstandandi tímabil en umsókn hans um atvinnuleyfi í Bretlandi hefur ekki verið samþykkt eins og staðan er núna.

Á meðan það er staðan má Ragnick ekki byrja að vinna með leikmönnum Manchester United.

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Carrick stýra Manchester United á fimmtudaginn.

Rangnick hefur áður verið knattspyrnustjóri liða á borð við Hannover, Schalke, Hoffenheim og Red Bull Leipzig.

Þá stýrði hann einnig lítt þekktu liði Ulm upp í þýsku úrvalsdeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þá hefur hann einnig gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Red Bull Salzburg og Red Bull Leipzig á sínum ferli við góðan orðstír.

Ragnick tekur við Manchester United í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar situr liðið með 18 stig eftir þrettán umferðir. Þá er liðið einnig búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“