fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Hörmungar tölfræði í United í nóvember segir allt um slæma stöðu liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í beinni útsendingu á Sky Sports í gær. Chelsea og Manchester United gerðu jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á Brúnni. Chelsea stýrði leiknum í fyrri hálfleik en hefði þó viljað ógna meira á síðasta þriðjungi vallarins.

Callum Hudson-Odoi fékk bæsta færi fyrri hálfleiks strax á 4. mínútu þegar hann slapp í gegn. David De Gea sá hins vegar við honum. Staðan í hálfleik var markalaus.

Man Utd komst yfir á 50. mínútu gegn gangi leiksins. Jorginho gerði þá slæm mistök fyrir miðju vallarins, missti boltann til Jadon Sancho sem þeyttist upp völlinn og skoraði. Þetta var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og annað mark fyrir Man Utd. Hann skoraði í Meistaradeildinni í síðustu viku. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Chelsea vítaspyrnu. Thiago Silva var þá klókur og kom sér fyrir Aaron Wan Bissaka sem ætlaði að sparka í boltann. Í stað þess sparkaði hann Silva niður í teignum. Jorginho fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Lokatölur 1-1. Það er óhætt að ætla að Man Utd sé sáttara með úrslitin en heimamenn. Chelsea er á toppi deildarinnar með 30 stig, stigi á undan Manchester City. Man Utd er í áttunda sæti með 18 stig.

Gengi United hefur verið hörmulegt undanfarið í deildinni, í nóvember átti liðið 17 tilraunir á mark andstæðinga sinna sem er það lélegasta í deildinni. Liðið fékk á sig 60 skot að marki sem er það mesta í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla