fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar.is kemur Eiði Smára Guðjohnsen til varnar á vefsvæði sínu og gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í máli hans. Eiður Smári hefur lokið störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Eiður Smári naut ekki lengur stuðnings hjá meirihluta stjórnar KSÍ og var því ákveðið að binda enda á samstarfið. Upp kom atvik í ferðalagi Norður-Makedóníu sem ekki allir voru sáttir við.

Sigurjón segir þetta kaldar kveðjur til Eiðs Smára sem er að flestra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands. „Enginn fótboltamaður íslenskur hefur unnið eins mikið og stórt og Eiður Smári. Engum hefur tekist að skýra út leikkerfi og spil einstakra liða fyrir okkur og Eiður Smári,“ skrifar Sigurjón í pistli sínum á Miðjunni og heldur svo áfram.

„Það er óásættanlegt að KSÍ hafni honum. Eiður Smári er breyskur maður. Eins og við flest erum. Miðað við frásagnir gerði hann ekkert það, í hófi Knattspyrnusambandsins, sem á kosta brottrekstur.“

Eiður átti magnaðan feril sem leikmaður bæði á Englandi og Spáni.

„Munum þegar Eiður Smári lék með Chelsea og Barcelona kom hann ítrekað til að spila með landsliðinu. Hvert sem gengi landsliðsins var mætti Eiður Smári. Það er því með ólíkindum að þegar Eiði Smára er sagt upp störfum skuli það gert af Knattspyrnusambandi Íslands.“

Sigurjón segir að KSÍ hafi frekar átt að styðja við Eið Smára frekar en að losa hann úr starfi. „Nær væri að styðja Eið Smára þarfnist hann aðstoðar. Hann á það skilið. Heldur þveröfugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Tveir handteknir

Tveir handteknir
433Sport
Í gær

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu