fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Hjörvar segir að Viðar Örn gæti komið heim – ,,200% að fara að slá markametið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 19:22

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sagði frá því í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football, í kvöld að Viðar Örn Kjartansson gæti skoðað það að koma heim í íslenska boltann.

Þessi 31 árs gamli landsliðsmaður er með samning við Valarenga í Noregi út árið 2023. Hjörvar segir þó að íslenskt félag gæti fengið hann ódýrt.

,,Ég heyrði að Viðar Örn Kjartansson væri mögulega til í að skoða að koma heim,“ sagði Hjörvar í þættinum. ,,Leikmaður sem er 200% að fara að slá markametið ef hann kemur til Íslands.“

Það kom jafnframt fram í þættinum að Viðar væri með einhver tilboð á borðinu erlendis og því ekki víst að hann komi heim á þessum tímapunkti.

Það kom ekki nánar fram hvort eitthvað ákveðið félag hér á landi væri að skoða Viðar. Það er þó ljóst að aðeins eitt af þeim stóru kæmu til greina.

Framherjinn hefur skorað 5 mörk í 18 leikjum í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu