fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Dæmdur sekur eftir að hafa reynt að kúga fé af samherja sínum með kynlífsmyndband að vopni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 11:13

Karim Benzema

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið fundinn sekur og dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fyrrum samherja sínum í franska landsliðinu, Mathieu Valbuena, með því að hóta því að birta kynlífsmyndband af Valbuena.

Auk fangelsisdómsins hlýtur Benzema 75 þúsund evra sekt en það jafngildir rúmum ellefu milljónum íslenskra króna. Málið teygir anga sína aftur til ársins 2015.

Allt frá því að Benzema var bendlaður við málið hefur lögfræðingateymi hans reynt að hreinsa nafn hans með því að segja að hans aðild sé byggð á misskilningi. Hann hafi í raun verið að reyna hjálpa Valbuena.

Benzema og Valbuena eru fyrrum liðsfélagar í franska landsliðinu. „Ég vildi bara að hann (Valbuena) vissi af því að myndbandinu hefði verið lekið og hjálpa honum vegna þess að hann hafði hjálpað mér áður,“ hefur Benzema látið hafa eftir sér í viðtali um málið.

Þegar málið komst upp á sínum tíma var Benzema settur í bann hjá franska landsliðinu, bann sem entist í sex ár eða alveg þangað til að hann var valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir Evrópumótið sem fram fór síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu