fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Ákvörðun tekin eftir maraþonfund: Snýr að persónulegum málefnum Eiðs Smára – ,,Höfum ekki áhyggjur af áfengi í tengslum við landsliðin“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 10:41

Ómar Smárason, lengst til vinstri / Eyþór Árnason/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar hjá Knattspyrnusambandi Íslands segir ákvörðun um að nýta uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins, snúa að persónulegum málefnum Eiðs Smára.

,,Við getum svosem ekki farið neitt nánar út í það. Þetta er sameiginleg ákvörðun. Uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára var virkjað og hann hættir störfum 1. desember næstkomandi,“ sagði Ómar í samtali við 433.is

Endalok Eiðs Smára hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Ómar var í för með karlalandsliðinu í þessari ferð og segist ekki hafa orðið var við gleðskap. „Menn fengu sér þarna einn tvo bjóra eftir leikinn en annað var það ekki. Flestir fengu sér bara einn til tvö bjóra og fóru svo bara að sofa.“

Fyrir tæpu ári síðan var samið um starfslok við Jón Þór Hauksson, þáverandi þjálfara A-landsliðs kvenna. Liðið hafði nýverið tryggt sér sæti á Evrópumótinu sem fer fram á næsta ári eftir sigur á Ungverjum. Knattspyrnusambandið bauð þá í glas eftir frábært afrek landsliðsins en eitthvað fór úr böndunum. Var Jóni gert að hætta skömmu síðar.

Aðspurður að því hvort komið sé að þeim tímapunkti að KSÍ taki fyrir það að áfengi sé haft um hönd í landsliðsverkefnum, segir Ómar að KSÍ hafi ekki áhyggjur af þessum málum.

„Við höfum ekki áhyggjur af áfengi í tengslum við landsliðin almennt. Það er ekki óalgengt að menn setjist niður eftir leikjatörn, sumir fá sér einn eða tvo drykki, aðrir ekki og svo fara menn bara að sofa. Við höfum ekki áhyggjur af þessu almennt.“

Yfirlýsing frá KSÍ um starfslok Eiðs Smára birtist laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Maraþonfundi KSÍ hafði þá lokið og niðurstaðan varð sú að Eiður Smári myndi láta af störfum.

„Það var stjórnarfundur hjá KSÍ í gær sem dróst á langinn og þegar að stjórnarfundi er lokið var bara farið í að ganga frá þessum málum og þau klárast þarna um ellefu fyrir miðnætti og þá var bara eftir að láta þá aðila vita sem við vildum láta vita af þessu áður en við sendum þetta frá okkur.“

Arnar Þór og Eiður Smári hafa myndað þjálfarateymi hjá u-21 árs landsliði Íslands sem og hjá A-landsliði karla. Aðspurður að því hvort staða Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara sé einnig til skoðunar segir Ómar það ekki vera svo.

„Arnar er bara með gildan samning við KSÍ og það hefur engin ákvörðun verið tekin um breytingar á honum. Þessi ákvörðun snýr bara að Eiði Smára og engin ákvörðun tekin um Arnar hvað þetta varðar.“

Er leit að nýjum aðstoðarmanni Arnars Þórs hafin?

„Nei, þetta er bara svo nýskeð en við munum hefja leit við fyrsta tækifæri. Það hefur bara sinn gang og vonandi náum við að vinna það verkefni hratt og örugglega. Það er að segja að finna rétta þjálfarann til þess að vinna með Arnari.“

Var þetta sameiginleg niðurstaða allra aðila sem komu að ákvörðuninni um að nýta uppsagnarákvæðið í samningi Eiðs Smára?

„Já eins og fram kemur í tilkynningunni er þetta sameiginleg niðurstaða og að henni er komist í eins miklu bróðerni og hægt er,“ sagði Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ í samtali við 433.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu