fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars baðst undan því að mæta Í U21 verkefnið – Óli Kristjáns stökk til

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins er ekki með liðinu í verkefninu sem nú er í gangi. Vakti það athygli þegar nafn hans var ekki á skýrslu í sigri liðsins gegn Liechtenstein.

Í stað Hermanns var mættur Ólafur Kristjánsson sem var sagt upp hjá Esbergj í Danmörku í vor. Ólafur hefur skoðað næstu skref sín á ferlinum síðustu mánuði.

Hermann sem var ráðinn í starfið í sumar átti ekki heimangengt en hann var ráðinn þjálfari ÍBV í efstu deild karla á dögunum. Óvíst er hvort hann haldi áfram með U21 árs liðið.

Ólafur Kristjánsson.

„Það var mikið að gera hjá Hermanni og hann baðst undan þessari ferð. Við eigum eftir að fara betur yfir hlutina með honum og framhaldið,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is.

Knattspyrnusambandið heyrði þá í Ólafi sem var fljótur að stökkva á tækifærið. „Óli var mjög spenntur fyrir þessu og stökk til.“

U21 liðið mætir Grikklandi á útivelli á morgun en liðið vann góðan sigur á Liechtenstein á föstudag. Davíð Snorri Jónasson er þjálfari liðsins en hann getur vafalítið nýtt sér reynslu og þekkingu Ólafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Í gær

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni