fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – ,,Þurfum að keyra upp geðveikina“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2022 í dag. Leikið var ytra. Hér neðar má sjá brot af því besta sem boðið var upp á á Twitter yfir leiknum.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 7. mínútu. Þá skoraði Ezgjan Alioski með frábæru skoti úr þröngri stöðu.

Heimamenn voru mun hættulegri eftir markið á meðan íslenska liðið komst ekkert áleiðis fram völlinn.

Milan Ristovski fékk dauðafæri til að koma heimamönnum í 2-0 eftir tæpan hálftíma leik en Elías Rafn Ólafsson sá við honum í marki Íslands.

Íslenska liðið færði sig aðeins framar á völlinn þegar leið á fyrri hálfleikinn en var í vandræðum með að skapa sér færi.

Ísland var stálheppið með að lenda ekki tveimur mörkum undir á 40. mínútu. Þá kom Darko Churlinov boltanum í netið. Hann var hins vegar dæmur rangstæður. Atvikið var skoðað með hjálp myndbandsdómgæslu. Þó er alls ekki víst að dómurinn hafi verið réttur þegar atvikið er skoðað.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn sem höfðu verið mikið betri.

Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem kom út í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin á 55. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þá langa sendingu fram völlinn sem Brynjar Ingi Bjarnason skallaði á Jón Dag sem skoraði.

Ísland var þó rifið aftur niður á jörðina aftur rúmum tíu mínútum síðar. Eftir klafs á teig Íslands tókst liðinu ekki að koma boltanum frá. Það endaði með því að Eljif Elmas skoraði. Staðan orðin 2-1. Í kjölfarið tóku N-Makedónar aftur yfir leikinn.

Vond staða varð verri fyrir Ísland á 79. mínútu þegar Ísak Bergmann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að stöðva Elmas er hann var að komast framhjá honum. Réttur dómur.

Elmas innsiglaði 3-1 sigur N-Makedóna á 88. mínútu með góðri afgreiðslu.

Heimamenn eru á leið í umspil um sóti í lokakeppni HM í Katar. Ísland hafnar í fimmta sæti riðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð