fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Birkir Bjarna ekki hættur – ,,Ég er ungur ennþá“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 20:03

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er synd að tapa þessum leik. Ég er ótrúlega stoltur af þessum árangri. Þetta er ótrúlega stórt fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Birkir Bjarnason við RÚV eftir að hafa bætt landsleikjametið yfir flesta A-landsleiki í kvöld. Ísland mætti þá Norður-Makedóníu og tapaði 3-1.

Birkir var að leika sinn 105. A-landsleik og tók fram úr Rúnari Kristinssyni.

Undanriðli Íslands er nú lokið og hafnar liðið í fimmta sæti. Norður-Makedónar eru á leið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2022 í Katar.

Ezgjan Alioski kom heimamönnum yfir á 7. mínútu í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði fyrir Ísland á 55. mínútu. Tíu mínútum síðar komst N-Makedónía aftur yfir með marki frá Eljif Elmas.

Ísak Bergmann Jóhannesson var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 79. mínútu. Heimamenn gengu á lagið og innsiglaði Elmas 3-1 sigur á 87. mínútu.

,,Það var margt sem við getum bætt í fyrri hálfleik. Við vorum kannski ekki ánægðir með það en við vorum þéttir og reyndum að vinna í því. Mér fannst við koma út í seinni hálfleik og gera mun betur og spilum hörku seinni hálfleik,“ sagði Birkir. Hann sagði jafnramt að Norður-Makedónía væri ekki betra lið en Ísland.

,,Nei, þetta er lið sem er búið að spila ótrúlega lengi saman Við erum með rosalega mikið af nýjum leikmönnum. Við setjum þetta í reynslubankann og höldum áfram að þróa okkar leik“

Loks staðfesti Birkir að hann myndi halda áfram að leika með landsliðinu.

,,Ég er ekki að fara að hætta, ég er ungur ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar
433Sport
Í gær

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára