fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hannes Þór hefur samið um starfslok á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 14:39

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson hefur samið um starfslok við Val og má búast við því að Valur tilkynni um það innan tíðar. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Hannes og Valur hafa kastað boltanum sín á milli síðustu daga en samkomulag er í höfn um starfslok.

Markvörðurinn knái átti ár eftir af samningi sínum við Val en Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins vildi losna við hann. Ljóst var að framtíð Hannesar var í lausu lofti hjá Val þegar félagið samdi við Guy Smit sem kom til félagsins frá Leikni.

Greint var frá því fyrir nokkrum vikum síðan að erfiðlega gengi fyrir Hannes að ná í forráðamenn Vals til þess að fá á hreint framtíð sína hjá félaginu. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 í október ræddi hann stöðu sína hjá Val.

,,Ég get alveg sagt eins og er og sagt hlutina eins og þeir eru. Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu. Ég er steinhissa á þessari stöðu.“ sagði Hannes á K100.

Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en hann hætti að leika með landsliðinu í haust. Hannes er 37 ára gamall en óvíst er hvaða skref hann tekur næst á ferli sínum. Hann á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag