fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Þetta eru launakröfur sem Salah er sagður gera hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:30

Mo Salah / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru á einu máli um að Mohamed Salah sé í dag besti knattspyrnumaður í heimi. Þessi magnaði leikmaður er í ótrúlegu formi með Liverpool.

Salah skoraði þrennu gegn Manchester United um helgina en hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við félagið.

Sala þénar í dag 200 þúsund pund á viku en það telst ekkert sérstaklega mikið fyrir mann í hans gæðaflokki að taka 35 milljónir heim í viku hverri.

Fjallað er um launakröfur Salah í nýjum slúðurpakka BBC þar sem sagt er að Salah vilji fá 500 þúsund pund á viku. Ljóst er að PSG og fleiri félög væru til í að borga honum slíka upphæð.

Salah vill því hækka úr 35 milljónum króna á viku í það að þéna tæpar 90 milljónir króna á viku, ef marka má fréttirnar.

Takist Liverpool ekki að semja við Salah fyrir sumarið er ljóst að félagið gæti neyðst til að selja hann. Annars væri félagið í hættu á að missa Salah frítt árið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Í gær

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð