Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United lifir á lyginni í starfi sínu. The Athletic segir frá og hefur samkvæmt heimildum sínum.
Í gær var það óljóst hvort Solskjær myndi lifa af í starfi eftir niðurlægingu frá Liverpool á sunnudag. Stjórn United fundaði í gær en svo virðist sem Solskjær haldi starfinu.
„Það var óljóst um stund á mánudegi hvort Solskjær myndi halda starfinu. Þegar líða fór að kvöldi varð ljóst að hann mun líklega fá tækifæri til að bjarga starfinu, byrjar það gegn Tottenham á laugardag,“ segir í grein The Athletic.
Leikmenn United eru margir óhressir með þjálfun Solskjær þó þeim líki við persónuna. „Heimildarmenn okkar tala um að óljós leikstíll liðsins hafi áhrif á leikmenn. Solskjær sagði leikmönnum að pressa Liverpool hátt en leikmenn vissu ekki hvernig. Á æfingasvæðinu æfir liðið það aldrei,“ segir í grein The Athletic.
Antonio Conte hefur áhuga á starfinu en Brendan Rodgers stjóri Leicester er einnig á blaði samkvæmt enskum blöðum. Þá hefur Zinedine Zidane verið nefndur til sögunnar en hann vill ekki starfið.