fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Enn á ný kemur Barton sér í kastljósið – Liggur undir mikilli gagnrýni eftir að hafa líkt frammistöðu liðsins við helförina

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton, knattspyrnustjóri Bristol Rovers, hefur fengið á sig mikla gagnrýni eftir orð sem hann lét falla eftir 3-1 tap Bristol Rovers gegn Newport á dögunum. Barton líkti frammistöðu síns liðs við helförina og hefur í kjölfarði verið hvattur til þess að íhuga stöðu sína sem knattspyrnustjóri.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barton kemur sér á forsíður blaðanna í Bretlandi en hann er þekktur vandræðagemsi eftir knattspyrnuferil sinn. Þessi líking Bartons hefur vakið hörð viðbrögð, Helen Hyde, trúnaðarmaður miðstöðvar og safns um helförina segir orð Bartons bera vott um þekkingarleysi.

,,Ég held að herra Barton viti ekki hvað orðið þýði og hann er greinilega ekki meðvitaður um það hversu mikla sorg og móðgun hann hefur orsakað hjá mörgum. Ég hvet hann til þess að afla sér þekkingar um þessa hörmulega atburði,“ sagði Helen Hyde, í samtali við BBC.

Forráðamenn Bristol Rovers hafa ekki tekið þetta atvik fyrir á fundi hjá sér og neita að tjá sig um það að svo stöddu.

Helförin var skipulagt fjöldamorð Nasista, undir stjórn Adolfs Hitlers, í seinni heimstyrjöldinni. Alls voru í kringum sex milljónir gyðinga drepnir. Markmið fjöldamorðanna var að útrýma gyðingum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík