Heimildamenn Mark Ogden, blaðamanns á ESPN, herma að leikmenn Man United hafi þegar misst trúna á Ole Gunnar Solskjaer, þjálfara liðsins og að starf hans sé í verulegri hættu.
Samkvæmt frétt á ESPN eru eigendur félagsins meðvitaðir um áhuga Antonio Conte, fyrrum þjálfara Juventus, Chelsea og Inter Milan, á þjálfarastöðunni hjá United.
Solskjaer tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í desember 2018 en eftir fimm töp í síðustu níu leikjum liðsins er starf hans í verulegri hættu og einungis fáir leikmenn liðsins eru sagðir standa við bakið á honum.
Andrúmsloftið er ekki sagt jafn eitrað og það var undir stjórnartíð Jose Mourinho en að uppsagnardraugur hangi yfir Old Trafford eftir tapið gegn Liverpool á sunnudag.
Þá eru leikmenn liðsins sagðir vilji taktískari nálgun frá Solskjaer og þjálfarateymi hans, en að þá skorti þekkingu á því sviði.
Antonio Conte sagði upp starfi sínu hjá Inter eftir titilsigur liðsins á síðasta tímabili og eigendur United vita að Ítalinn er harður í horn að taka, en þeir vita líka að hann er líklega besti kosturinn í stöðunni og er með ansi tilkomumikla ferilskrá á bakinu.