fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 21:57

Steve Bruce og Ole Gunnar Solskjaer / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamenn Mark Ogden, blaðamanns á ESPN, herma að leikmenn Man United hafi þegar misst trúna á Ole Gunnar Solskjaer, þjálfara liðsins og að starf hans sé í verulegri hættu.

Samkvæmt frétt á ESPN eru eigendur félagsins meðvitaðir um áhuga Antonio Conte, fyrrum þjálfara Juventus, Chelsea og Inter Milan, á þjálfarastöðunni hjá United.

Solskjaer tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í desember 2018 en eftir fimm töp í síðustu níu leikjum liðsins er starf hans í verulegri hættu og einungis fáir leikmenn liðsins eru sagðir standa við bakið á honum.

Andrúmsloftið er ekki sagt jafn eitrað og það var undir stjórnartíð Jose Mourinho en að uppsagnardraugur hangi yfir Old Trafford eftir tapið gegn Liverpool á sunnudag.

Þá eru leikmenn liðsins sagðir vilji taktískari nálgun frá Solskjaer og þjálfarateymi hans, en að þá skorti þekkingu á því sviði.

Antonio Conte sagði upp starfi sínu hjá Inter eftir titilsigur liðsins á síðasta tímabili og eigendur United vita að Ítalinn er harður í horn að taka, en þeir vita líka að hann er líklega besti kosturinn í stöðunni og er með ansi tilkomumikla ferilskrá á bakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær