Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði í gær sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland er U17 ára landsliðið mætti Georgíu í undankeppni EM. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta þýðir að allir synir Eiðs Smára Guðjohnsen hafa nú skorað fyrir Ísland.
Daníel Tristan er fæddur árið 2006 og er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og er talinn vera afar efnilegur leikmaður.
Í leiknum í gær komst Georgía yfir en Daníel Tristan jafnaði metin seint í leiknum. Markið má sjá hér að neðan.
Daniel Tristan Gudjohnsen (2006) has opened his goal account for @footballiceland when U17´s drew vs. Georgia U17´s in qualifying group for EURO in Hungary. Now all 3 brothers have scored for Iceland: Sveinn Gudjohnsen, Andri Gudjohnsen & Daniel Gudjohnsen. 🇮🇸⚽️🌟👌 pic.twitter.com/JHBdYpyS65
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 23, 2021