fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Mourinho sá ekki til sólar og upplifði sitt stærsta tap á ferlinum gegn Alfons og félögum – ,,Væri barnalegt að búast við þessum úrslitum fyrir leik“

433
Föstudaginn 22. október 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampsted, segir í samtali við Fréttablaðið að það væri barnalegt ef hann hefði búist við því fyrir leik að vinna Roma 6-1 í gærkvöld eins og varð raunin. Sigurinn var einn sá merkasti í sögu Bodö/Glimt og jafnfram stærsta tap José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma, á ferlinum.

,,Það væri barnalegt að búast við þessum 6-1 úrslitum fyrir leik gegn Roma í Evrópukeppni en við höfðum fulla trú á þessu verkefni og að við gætum unnið sigur á móti þessu sterka liði,“ sagði Alfons sem er ríkjandi Noregsmeistari með Bodö/Glimt.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá Bodö/Glimt sem vann sinn fyrsta norska meistaratitil í sögunni í fyrra. Nú tekur liðið þátt í sambandsdeildinni og hefur vakið mikla athygli eftir sigur gærkvöldsins.

,,Náttúrulega fyrst og fremst er ótrúlega gaman að við séum að vekja athygli. Maður sér það á gömlu körlunum í kringum klúbbinn sem hafa verið viðloðandi félagið í áraraðir að þeir eru að fíla þetta í botn, alltaf með risastórt bros á sér um þessar mundir. Þetta tímabil sem við erum að ganga í gegnum núna er frábært og maður finnur hversu mikil lyftistöng þessi árangur er fyrir félagið og samfélagið í heild sinni,“ sagði Alfons í samtali við Fréttablaðið.

Tap Roma í gærkvöldi er það stærsta hjá liðið sem hefur spilað undir stjórn Portúgalans José Mourinho, sem er einn af sigursælustu knattspyrnustjórum heims síðustu áratugi. ,,Ég las um þessa staðreynd í gærkvöldi og þetta er ótrúlegt, gaman að vera partur af þessu en að sama skapi þá sýnir þetta hversu góður þjálfari José Mourinho er, hann hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum með svona miklum mun,“ segir Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt.

Alfons segir mikinn hug í forráðamönnum félagsins sem séu staðráðnir í að halda félaginu á meðal þeirra bestu. ,,Það er markvisst verið að vinna að því að bæta allt í kringum félagið og maður finnur að þetta er staður sem félagið ætlar sér að vera á til lengri tíma og það er gaman að vera partur af því,“ segir Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Inter rúllaði yfir Milan í Íslendingaslagnum – Albert fékk ekki mínútu

Inter rúllaði yfir Milan í Íslendingaslagnum – Albert fékk ekki mínútu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borgarfulltrúi Viðreisnar ósátt með umræðuna – ,,Má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ“

Borgarfulltrúi Viðreisnar ósátt með umræðuna – ,,Má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Manchester City á toppinn eftir góðan sigur á Watford

Enski boltinn: Manchester City á toppinn eftir góðan sigur á Watford
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Þægilegur sigur Inter á Roma

Ítalski boltinn: Þægilegur sigur Inter á Roma