fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 12:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi opnaði hlaðvarpsþátt sinn, Dr. Football, á skemmtilegri sögu frá Dannmörku.

Hjörvar hefur verið mikið í Danmörku undanfarið vegna útsendinga Viaplay frá Meistaradeild Evrópu og þar hittir hann fyrir marga kollega sína á sjónvarpsstöðinni TV3 sem vita allir hver Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AGF í dönsku úrvalsdeildinni er.

,,Það er leikmaður sem við eigum í Danmörku sem allir starfsmenn TV3 sport hafa skoðun á, það er Jón Dagur Þorsteinsson. Þetta er ótrúlega magnað. Hann fékk gult spjald um daginn fyrir að skora með hendinni. Daninn segir að hann sé góður knattspyrnumaður en að hann sé klikkaður,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Jón Dagur hefur skapað sér nokkuð stórt nafn í danska fótboltanum undanfarin ár en hann gekk til liðs við AGF árið 2019 frá Fulham. Fyrir það hafði hann spilað með danska liðinu Vendsyssel og HK hér heima.

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF / GettyImages

Hann á að baki 86 leiki með AGF og hefur skorað 19 mörk í þeim leikjum og gefið 11 stoðsendingar. Hjörvar spáir því að hann verði ekki mikið lengur hjá AGF heldur taki næsta skref upp á við á knattspyrnuferli sínum.

,,Það er svo gaman að því hvernig hann hefur komið inn í danska boltann. Það vita allir hver hann er. Það er mjög gaman hvernig Jóni Degi hefur tekist að skapa sér nafn þarna í Danmörku. Ég spái því að hann verði ekki áfram þarna í AGF,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“