fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Albert Guðmundsson byrjaði í sigri AZ á Cluj

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 21. október 2021 21:02

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem sótti CFR Cluj heim í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Rúmenska liðið CFR Cluj var í neðsta sæti D-riðils fyrir leikinn í kvöld og varð engin breyting þar á þar sem AZ Alkmaar bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu.

Jesper Karlsson skoraði sigurmark hollenska liðsins á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Yukinari Suguwara.

AZ Alkmaar er efst í riðlinum með 7 stig eftir 3 leiki. Cluj situr áfram á botninum með 1 stig.

Albert Guðmundsson fór af velli þegar að níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Rúnar Már Sigurjónsson sat allan tímann á varamannabekk Cluj.

Úrslitin í seinni leikjum kvöldsins í Sambandsdeildinni má sjá hér að neðan.

CFR Cluj 0 – 1 AZ Alkmaar

CSKA Sofia 0 – 1 Zorya

Jablonek 2 – 2 Randers

Partizan 0 – 1 Gent

Basel 3 – 1 Omonia Nicosia

Slovan Bratislava 2 – 0 Lincoln Red Imps

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð