fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Carragher hjólar í Solskjær og skilur ekkert í athugasemdum hans um stuðningsmenn United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 09:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, var allt annað en sáttur með Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United eftir leik United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær.

Solskjær fór í viðtal eftir leik og sagði að stuðningsmenn Manchester United ættu að vita betur en að gagnrýna leikmenn sína og vísaði hann til viðbragða þeirra þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Það fannst Carragher skrýtið. ,,Þetta var skrýtið viðtal,“ sagði Carragher í sjónvarpssetti hjá CBS.

Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu þeim sigur og þrjú stig sem liðið þurfti sárlega á að halda. ,,Þessi athugasemd hans um stuðningsmenn liðsins er bara skrýtin í ljósi þess að það voru stuðningsmennirnir sem unnu þennan leik fyrir United í seinni hálfleik,“ sagði Carragher á CBS.

United hefur ekki gengið vel undanfarið og Carragher telur að uppsöfnuð óánægja hafi þarna brotist út en að stuðningsmenn United hefðu sýnt sigg og sannað í seinni hálfleik.

,,Fyrir þennan leik höfðu úrslitin ekki fallið með þeim en þegar að stemmningin er svona á Old  Trafford eins og stuðningsmenn sýndu í gær þá er erfitt að stoppa United, stuðningsmennirnir voru jafn mikilvægir og Ronaldo,“ sagði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Í gær

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Í gær

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök