fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Carragher hjólar í Solskjær og skilur ekkert í athugasemdum hans um stuðningsmenn United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 09:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, var allt annað en sáttur með Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United eftir leik United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær.

Solskjær fór í viðtal eftir leik og sagði að stuðningsmenn Manchester United ættu að vita betur en að gagnrýna leikmenn sína og vísaði hann til viðbragða þeirra þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Það fannst Carragher skrýtið. ,,Þetta var skrýtið viðtal,“ sagði Carragher í sjónvarpssetti hjá CBS.

Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu þeim sigur og þrjú stig sem liðið þurfti sárlega á að halda. ,,Þessi athugasemd hans um stuðningsmenn liðsins er bara skrýtin í ljósi þess að það voru stuðningsmennirnir sem unnu þennan leik fyrir United í seinni hálfleik,“ sagði Carragher á CBS.

United hefur ekki gengið vel undanfarið og Carragher telur að uppsöfnuð óánægja hafi þarna brotist út en að stuðningsmenn United hefðu sýnt sigg og sannað í seinni hálfleik.

,,Fyrir þennan leik höfðu úrslitin ekki fallið með þeim en þegar að stemmningin er svona á Old  Trafford eins og stuðningsmenn sýndu í gær þá er erfitt að stoppa United, stuðningsmennirnir voru jafn mikilvægir og Ronaldo,“ sagði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands