fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
433Sport

Arteta brugðið eftir að hann las yfirlýsingu Bruce þar sem hann lýsir aðkasti sem hann varð fyrir

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 13:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal var brugðið og hann varð sorgmæddur eftir að hafa lesið yfirlýsingu Steve Bruce, fyrrum knattspyrnustjóra Newcastle United eftir að honum var sagt upp störfum.

Í yfirlýsingu Bruce opnar hann sig um aðkast sem hann varð fyrir sem knattspyrnustjóri Newcastle frá stuðningsmönnum félagsins. Þá greindi hann frá því að hann væri ekki viss um hvort að hann tæki að sér annað starf sem knattspyrnustjóri eftir þessa reynslu.

,,Ég varð sorgmæddur eftir að hafa lesið þessa yfirlýsingu frá Bruce. Í fyrsta lagi vegna þess að ég þekki hann persónulega og í öðru lagi vegna þess hvaða skilaboð fólust í orðum hans,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag.

,,Við erum að tala um mann sem hefur lifað og hrærst í heimi knattspyrnunnar í yfir 40 ár sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur stýrt yfir 1000 leikjum sem knatspyrnustjóri og þurft að þola allskyns aðkast,“ sagði Arteta sem vill að hlutirnir breytist.

Hann vill að yfirlýsing Bruce verði tekin alvarlega. ,,Þarna er einn af reyndustu knattspyrnustjórum England að segja okkur frá alvarlegum hlut. Við getum ekki hunsað það, þetta er alvarleg yfirlýsing og það þarf einhvað að breytast,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Karl kominn endanlega til Víkings R. frá Breiðablik – ,,Það var aldrei spurning“

Karl kominn endanlega til Víkings R. frá Breiðablik – ,,Það var aldrei spurning“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað nýr stjóri United sagði um Luke Shaw fyrir ári – Kaldar kveðjur

Sjáðu hvað nýr stjóri United sagði um Luke Shaw fyrir ári – Kaldar kveðjur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður
433Sport
Í gær

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“