fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Newcastle biður stuðningsmenn sína um að klæðast ekki arabískum búningum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 20. október 2021 20:09

Stuðningsmaður Newcastle fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle United hefur beðið stuðningsmenn sína um að vinsamlegast klæðast ekki arabískum eða miðausturlenskum höfuðbúnaði eða klæðnaði á leikjum eftir að sádí-arabískur fjárfestingarsjóður keypti félagið.

Sumir stuðningsmenn félagsins klæddust hefðbundnum kyrtlum og öðrum höfuðbúnaði fyrir leikinn gegn Tottenham á sunnudag, en það var fyrsti leikur liðsins eftir að yfirtakan gekk í gegn.

Newcastle tók fram að nýju eigendurnir hefðu ekki móðgast yfir klæðaburði stuðningsmannanna en að það væri hægt að líta á það sem menningarlega óviðeigandi og að það ýti undir staðalmyndir.

Newcastle United biður stuðningsmenn sína um að vinsamlegast klæðast ekki hefðbundnum arabískum eða miðausturlenskum höfuðbúnaði á leikjum ef þeir klæðast annars ekki slíkum búnaði.

Enginn af nýju eigendunum móðgaðist á neinn hátt vegna klæðaburðarins og líta það sem jákvætt og velviljað athæfi stuðningsmanna sem kjósa að fagna á þennan hátt. Það er hins vegar mögulegt að aðrir gætu móðgast og hægt er að líta á það sem menningarlega óviðeigandi,“ stóð í yfirlýsingu frá félaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla