fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Skilja hvorki upp né niður í því að leikmaður Crystal Palace hafi sloppið með gult spjald eftir glórulaust brot

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að James McArthur, leikmaður Crystal Palace, hafi verið heppinn með að fá aðeins gult spjald, fyrir brot sitt á Bukayo Saka, leikmanni Arsenal í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Atvikið átti sér stað á 42. mínútu. Saka var í þann mund að fara taka við boltanum þegar að McArthur sparkar af fullum krafti í kálfann á honum. Saka gat ekki haldið leik áfram og var skipt útaf í hálfleik. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, sá myndband af atvikinu á Twitter eftir leik og tjáði sig um það. ,,Hvernig er þetta ekki rautt spjald, ég sá þetta ekki svona í leiknum,“ skrifaði Aubameyang í við færslu sem birtist á Twitter.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal var allt annað en sáttur í viðtali eftir leik. ,,Við þurftum að taka Saka af velli, hann gat ekki haldið áfram. Þegar að ég horfi aftur á þetta get ég ekki skilið hvernig leikmaðurinn getur fengið að halda leik áfram,“ sagði Arteta um atvikið. Hann var þá spurður að því hvort tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald: ,,Að sjálfsögðu,“ var stutt og hnitmiðað svar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins