fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hákon Rafn hefur farið á kostum með Elfsborg eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:26

Hákon Rafn Valdimarsson/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að Hákon Rafn Valdimarsson, hafi gripið gæsina þegar hún gafst er hann fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Elfsborgar í sænsku úrvalsdeildinni. Hákon fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að aðalmarkvörður liðsins, Tim Rönning fékk að líta beint rautt spjald í leik gegn Mjallby á dögunum. Hákon hefur spilað tvo leiki í sænsku úrvalsdeildinni, ekki fengið á sig mark og uppskera liðsins eru sex stig af sex mögulegum.

Hinn 20 ára gamli Hákon Rafn gekk til liðs við Elfsborg frá Gróttu í júlí síðastliðinn. Elfsborg vann í gær öruggan 3-0 sigur á Djurgardens IF, liði sem situr í 2. sæti deildarinnar. Hákon var að vonum sáttur eftir sigur Elfsborgar í gær.

,,Þetta var ótrúlegt, það er svo gaman að leikinn fyrir framan svona marga stuðningsmenn, 3-0 sigur og þetta gæti ekki verið betra,“ sagði Hákon í viðtali eftir leik.

Hann segist ánægður með frammistöðu liðsins.

„Þetta var fín frammistaða í dag. Það var ekki svo mikið að gera, ég passaði mig þó á því að halda varnarmönnunum á tánum og varði nokkrum sinnum vel,“ sagði Hákon.

Tim Rönning hefur nú tekið út sitt leikbann en fróðlegt verður að sjá hvort Hákon haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.

„Auðvitað vill ég spila en það er þjálfarinn sem ræður. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili en þetta gerist hratt, eitt rautt spjald og ég fæ tvo leiki,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborgar í sænsku úrvalsdeildinni.

Elfsborg er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig eftur 23 leiki,  tveimur stigum frá toppliði Malmö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“