fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
433Sport

Eiður Ben ráðinn til nýliða Þróttar

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 18:44

Mynd: Þróttur Vogum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Benedikt Eiríksson er tekinn við þjálfun Þróttar Vogum. Liðið leikur sem nýliði í Lengjudeild karla á næstu leiktíð.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað kvennalið Vals ásamt Pétri Péturssyni. Varð liðið Íslandsmeistari í sumar.

Hermann Hreiðarsson stýrði Þrótti upp úr 2. deild í sumar. Hann tók hins vegar við þjálfun ÍBV á dögunum. Félagið þurfti því að ráðast í þjálfaraleit.

Yfirlýsing Þróttar Vogum

Eiður Ben er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Fjölni. Eiður hefur þjálfað lið Valskvenna í efstu deild í samstarfi við Pétur Pétursson og urðu þær Íslandsmeistarar á dögunum.

Þróttur Vogum sigraði 2. deildina í haust. Félagið er því í fyrsta sinn í næstefstu deild og verður 90 ára 2022.

Þróttur Vogum lýsir yfir mikilli ánægju með að fá einn efnilegasta þjálfara landsins í sínar raðir og hlakkar til samstarfsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Markahæsti leikmaður liðsins fær ekki að koma með á HM

Markahæsti leikmaður liðsins fær ekki að koma með á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræddu hugsanlegar lausnir við vandamáli sumarsins – „Við sitjum eftir hvað varðar þessi mál“

Ræddu hugsanlegar lausnir við vandamáli sumarsins – „Við sitjum eftir hvað varðar þessi mál“
433Sport
Í gær

Leikmaður Man Utd sendur heim vegna meiðsla

Leikmaður Man Utd sendur heim vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Conte orðaður við endurkomu – Mun taka þennan með sér

Conte orðaður við endurkomu – Mun taka þennan með sér
433Sport
Í gær

Markaskorarinn Sævar hvergi af baki dottinn þrátt fyrir tap – „Við erum með gæði og þeir eru hræddir við okkur“

Markaskorarinn Sævar hvergi af baki dottinn þrátt fyrir tap – „Við erum með gæði og þeir eru hræddir við okkur“
433Sport
Í gær

Davíð nokkuð brattur eftir tap – „Þetta ræðst oft svona“

Davíð nokkuð brattur eftir tap – „Þetta ræðst oft svona“