Tólf ár eru liðin frá því í dag þegar Darren Bent skoraði sigurmark Sunderland gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það eitt og sér er kannski ekki fréttnæmt en markið er ansi eftirminnilegt. Boltinn hafði nefnilega viðkomu í strandbolta sem stýrði honum framhjá Pepe Reina í marki Liverpool.
Who remembers Darren Bent's beach ball goal against Liverpool?#safc pic.twitter.com/ek4t1OXGSm
— Classic Premier League (@_PLFootball) January 14, 2021
Callum Campbell, þá 16 ára gamall, kastaði boltanum inn á völlinn. Hann er stuðningsmaður Liverpool og um algjört óviljaverk var að ræða.
,,Þetta var ég. Ég gerði þetta (kastaði boltanum inn á) og náðist á mynd. Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Campbell eftir leikinn.
,,Þetta er mín versta martröð. Þegar ég kom heim ældi ég í garðinn – og það er áður en morðhótanirnar bárust mér.“
,,Þetta var bara grín. Ef ég gæti farið aftur í tímann myndi ég kasta boltanum í átt að stuðningsmönnum frekar en inn á völlinn.“
,,Sjónvarpið lét þetta líta út fyrir að ég hafi kastað boltanum inn á og að hann hafi strax haft viðkomu í fótboltanum sem var verið að nota. Sannleikurinn er hins vegar sá að leikurinn var ekki byrjaður þegar ég kastaði boltanum inn á.“