Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodo/Glimt í 2-1 sigri gegn Sarpsborg.
Bodo/Glimt er á toppi deildarinnar með 47 stig eftir 22 leiki, 3 stigum á undan Molde, sem er í öðru sæti.
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Sandefjörd í markalausu jafntefli gegn Odd.
Sandefjörd er í ellefta sæti deildarinnar með 26 stig úr 22 leikjum.
Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður og lék í rúman hálftíma í 0-1 tapo Stromsgodset gegn Viking.
Stromsgodset er í níunda sæti deildarinnar með 29 stig eftir 22 leiki.