fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Víkingar geta ritað nafn sitt í sögubækurnar með sigri á laugardaginn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 11:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík getur orðið fyrsta liðið í karlaflokki síðan árið 2011 til þess að vinna tvöfalt með því að bera sigur úr býtum gegn ÍA í bikarúrslitum karla á laugardaginn. Víkingar urðu Íslandsmeistarar þann 25. september síðastliðinn.

Tíu liðum hefur áður tekist að vinna tvöfalt í karlaflokki frá því að bikarkeppnin var sett á laggirnar árið 1960, það er að segja unnið bæði Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn.

Lið sem hafa orðið tvöfaldir meistarar í karlaflokki:

1961 – KR

1963 – KR

1976 – Valur

1983 – ÍA

1984 – ÍA

1993 – ÍA

1996 – ÍA

1998 – ÍBV

1999 – KR

2011 – KR

Víkingar hafa einnig titil að verja þar sem að þeir urðu bikarmeistarar árið 2019. Bikarkeppnin í fyrra var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins og því eru Víkingar ríkjandi bikarmeistarar.

Það verður mikið um dýrðir á Laugardalsvellinum á laugardaginn er liðin mætast. Gamla stórveldið ÍA er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan að liðið varð síðast bikarmeistari árið 2003.

Búist er við að rúmlega 6000 áhorfendur mæti á Laugardalsvöllinn á Laugardaginn.

KR sigursælasta liðið í karlaflokki:

Bikarkeppnin var sett á laggirnar árið 1960 og síðan þá hafa bæði félög unnið titilinn eftirsótta. Meiri sigurhefð er hjá ÍA en félagið hefur alls unnið bikarmeistaratitilinn í níu skipti. Víkingur Reykjavík hefur unnið titilinn í tvígang.

KR-ingar eru sigursælastir karlaliða í keppninni, alls hefur félagið unnið 14 bikarmeistaratitla og þó svo KR-ingar taki ekki þátt í úrslitaleiknum í ár munu þeir vona að Víkingar beri sigur úr býtum þar sem að það færir þeim Evrópusæti og miklar tekjur í bankann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari