fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sjáðu atvikið: Ungstirni Aston Villa hætti við að skiptast á treyju við Fabinho

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Liverpool í enska bikarnum í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Liverpool en Aston Villa þurfti að spila á ungum leikmönnum í leiknum sökum þess að aðalliðshópur félagsins er í einangrun og sóttkví sökum Covid-19 smits í hópnum.

Einn af þeim leikmönnum sem lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Aston Villa í gær var Louie Barry. Fylgst var með honum af eftirvæntingu en Barry er talinn einn af efnilegustu leikmönnum liðsins.

Þrátt fyrir að Aston Villa hafi tapað mun leikurinn seint gleymast hjá Louie Barry en hann skoraði eina mark Aston Villa í leiknum þegar að hann jafnaði leikinn á 41. mínútu.

GettyImages

Eftir leik skiptist Barry á treyjum við miðvörð Liverpool, Fabinho. Einn af þjálfurum Aston Villa var hins vegar fljótur að benda honum á þá staðreynd, að hann myndi kannski vilja eiga treyjuna sem hann spilaði sinn fyrsta leik aðalliðsleik í og skoraði sitt fyrsta mark.

Barry lét ekki segja sér þetta tvisvar og hljóp á eftir Fabinho inn leikmannagöngin og spurði hann vinsamlega hvort hann mætti fá treyjuna sína aftur. Fabinho varð við þeirri beiðni.

Spilaði með unglingaliði Barcelona

Louie Barry er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst allar fremstu stöður vallarins. Hann hóf feril sinn með unglingaliði West Bromwich Albion áður en hann samdi við Barcelona í júlí árið 2019.

Forráðamenn Barcelona sögðu á sínum tíma að hann væri „einn af bestu ungu leikmönnum Englands.“ Barry fetaði ótroðnar slóðir með því að semja við Barcelona. Hann er fyrsti Englendingurinn til að æfa og spila í akademíu félagsins, La Masia.

Í janúar árið 2020 var hann keyptur til Aston Villa á rúma eina milljón evra. Hjá Aston Villa hefur hann spilað við góðan orðstír með undir 18 ára liði- og einnig varaliði félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“